— Morgunblaðið/Árni Sæberg
UNGIR nemendur í Skákskóla Íslands hlýddu á Friðrik Ólafsson stórmeistara fara yfir nokkrar skákir sínar frá því snemma á ferli hans á föstudagskvöldið.
UNGIR nemendur í Skákskóla Íslands hlýddu á Friðrik Ólafsson stórmeistara fara yfir nokkrar skákir sínar frá því snemma á ferli hans á föstudagskvöldið. Þannig fræddi Friðrik börnin um eitt og annað sem upp hefði komið á ferlinum en um þessar mundir er Friðrik að yfirfara allar sínar skákir á löngum skákferli með það fyrir augum að gefa þær út á bók. Fyrirlesturinn tókst vel og sagði Friðrik þessa uppákomu hafa verið stórskemmtilega.