JAPÖNSK stjórnvöld bjóða íslenskum námsmönnum styrki til háskólanáms í japanskri tungu eða japönskum fræðum við háskóla í Japan til eins árs frá og með október 2006 (MEXT-styrkur).

JAPÖNSK stjórnvöld bjóða íslenskum námsmönnum styrki til háskólanáms í japanskri tungu eða japönskum fræðum við háskóla í Japan til eins árs frá og með október 2006 (MEXT-styrkur).

Menntamálaráðuneytið í Japan greiðir flugfargjald báðar leiðir, skólagjöld, sérstakan komustyrk og mánaðarlegan framfærslustyrk upp á 135.000 jen sem samsvarar um 71.550 íslenskum krónum, segir í fréttatilkynningu.

Styrkurinn stendur námsmönnum til boða sem fæddir eru eftir 2. apríl 1976 og fyrir 1. apríl 1988 og hafa lokið a.m.k. eins árs námi í japönsku eða japönskum fræðum utan Japans. Forsenda styrkveitingar er góður námsárangur, niðurstaða úr stöðuprófi í japönsku og áframhaldandi nám í japönsku eða japönskum fræðum að lokinni námsdvöl í Japan.

Umsóknareyðublöð liggja frammi hjá sendiráði Japans, Laugavegi 182. Útfylltum umsóknum þarf að skila til sendiráðsins eigi síðar en 10. mars 2006. Viðtöl við umsækjendur og stöðupróf verða um miðjan mars.

Allar nánari upplýsingar fást hjá sendiráði Japans í síma 510 8600 eða með því að senda fyrirspurn á japan@itn.is.