"Ég held að það sé mjög gott að nemendur finni að þeir séu góðir í einhverju," segir Ósk Björnsdóttir um heiðurslistana. Hún er í 10.

"Ég held að það sé mjög gott að nemendur finni að þeir séu góðir í einhverju," segir Ósk Björnsdóttir um heiðurslistana. Hún er í 10. bekk og var á heiðurslista seinasta vor fyrir margvíslegan árangur, til dæmis hæstu einkunn í valgreininni tákn með tali. Auk þess hafði hún þótt sýna dugnað og iðjusemi í eðlisfræði og var raunar útnefnd fyrirmyndarnemandi. Fyrirmyndarnemandi er sá sem tekið hefur góðum framförum og er einnig góður félagi og kemur vel fram við aðra.

Ósk segir að árangurinn í eðlisfræðinni hafi komið henni nokkuð á óvart og hún heldur að listarnir geti verið hvatning fyrir nemendur. "Menn sjá kannski að þeir eru á listanum og uppgötva að þeir geta eitthvað. Þá reyna þeir náttúrlega að halda þeim árangri. Það er sniðugt að taka tillit til framfara, dugnaðar og iðjusemi. Sumir eru nefnilega mjög duglegir að vinna en eru kannski stressaðir í prófum og fá lága einkunn."