HUGGARÐSFÉLÖGIN þrjú sem nýverið felldu samningana við Reykjavíkurborg koma aftur að samningaborðinu eftir hádegið í dag. Félögin eru Kjarafélag viðskiptafræðinga og hagfræðinga, Stéttarfélag lögfræðinga og Útgarður.

HUGGARÐSFÉLÖGIN þrjú sem nýverið felldu samningana við Reykjavíkurborg koma aftur að samningaborðinu eftir hádegið í dag.

Félögin eru Kjarafélag viðskiptafræðinga og hagfræðinga, Stéttarfélag lögfræðinga og Útgarður. Frá þessu er greint í nýútkomnu fréttabréfi BHM.

Þá segir að samningaumleitanir BHM-félaga og launanefndar sveitarfélaganna séu nú komnar í gang aftur eftir nokkurt hlé sem varð vegna launamálaráðstefnu sveitarfélaganna. Ágætur gangur mun vera í viðræðunum.