Vince Neil, Nikki Sixx, Tommy Lee og Mick Mars í rokkarastellingum.
Vince Neil, Nikki Sixx, Tommy Lee og Mick Mars í rokkarastellingum. — Reuters
ROKKARARNIR í Mötley Crüe, leiðtogar glysrokks níunda áratugarins, fengu stjörnu í frægðargangstétt Hollywood Boulevard í vikunni. Þetta er 2.301. stjarnan sem sett er í stéttina. "Við erum beint á móti Erótíska-safninu og Frederick's of Hollywood.

ROKKARARNIR í Mötley Crüe, leiðtogar glysrokks níunda áratugarins, fengu stjörnu í frægðargangstétt Hollywood Boulevard í vikunni. Þetta er 2.301. stjarnan sem sett er í stéttina.

"Við erum beint á móti Erótíska-safninu og Frederick's of Hollywood. Það er fullkomið fyrir okkur," sagði bassaleikarinn Nikki Sixx við um 600 æsta aðdáendur á staðnum.

Aðrir meðlimir létu sig ekki vanta en þarna voru einnig trommarinn Tommy Lee, gítarleikarinn Mick Mars og söngvarinn Vince Neil.

Lee þóttist gráta. "Ég held það sé eitthvað í auganu á mér," sagði hann.

Mötley Crüe hefur verið starfandi í 25 ár og selt á þeim tíma 40 milljónir platna um allan heim. Þeir eru m.a. þekktir fyrir lögin "Girls, Girls, Girls", "Smokin' in the Boys Room" og "Dr. Feelgood" en margir textar þeirra fjalla um kynlíf, drykkju og eiturlyf.