Í LISTASAFNI ASÍ stendur yfir sýning listamannanna Ragnheiðar Ágústsdóttur, Sigríðar Ólafsdóttur, Sigtryggs Bjarna Baldvinssonar og Tinnu Gunnarsdóttur er nefnist Verk-Hlutur-Hlutverk.

Í LISTASAFNI ASÍ stendur yfir sýning listamannanna Ragnheiðar Ágústsdóttur, Sigríðar Ólafsdóttur, Sigtryggs Bjarna Baldvinssonar og Tinnu Gunnarsdóttur er nefnist Verk-Hlutur-Hlutverk.

Á sýningunni má finna verk sem hægt er að skilgreina sem textíl, gólfverk, mottur, púsluspil, málverk, spegla, leirlist, innsetningar og lágmyndir, eða ekki. Í dag, sunnudaginn 29. janúar, kl. 15 taka listamennirnir á móti gestum og spjalla um verk sín.

Allir eru velkomnir. Aðgangur er ókeypis. Sýningin stendur til 5. febrúar. Listasafn ASÍ er opið alla daga nema mánudaga frá kl. 13.00-17.00. Aðgangur ókeypis.