Hlúð að Ólafi.
Hlúð að Ólafi. — Morgunblaðið/Brynjar Gauti
Ólafur Stefánsson slasaðist illa á fimmtu-daginn í sigur-leik íslenska lands-liðsins gegn Serbíu/Svartfjallalandi á Evrópu-meistaramótinu í hand-knattleik sem nú er í gangi.

Ólafur Stefánsson slasaðist illa á fimmtu-daginn í sigur-leik íslenska lands-liðsins gegn Serbíu/Svartfjallalandi á Evrópu-meistaramótinu í hand-knattleik sem nú er í gangi. Ólafur fékk mikið högg á vinstri síðuna og átti erfitt með að anda eftir leikinn. Daginn eftir fór hann í mynda-töku, þar sem kom í ljós að hann er ekki rifbeins-brotinn.

Viggó Sigurðsson, þjálfari íslenska lands-liðsins, segir þetta vera mikið áfall fyrir íslenska liðið.

Ólafur gat ekki leikið á föstu-daginn í leiknum gegn Dönum, en vonandi verður hann kominn í það gott form að geta leikið móti Ung-verjum í dag. Ef svo verður ætti honum að vera óhætt að spila með í milli-riðlunum sem hefjast nú á þriðju-daginn.