Helgarnir.

Helgarnir.

Norður
ÁD965
K74 N/NS
Á
9432

Vestur Austur
872 --
G8632 --
KG2 D1087654
ÁK DG8765

Suður
KG1043
ÁD1095
93
10

Helgi Jónsson og Helgi Sigurðsson urðu í öðru sæti í alþjóðlegu tvímenningsmóti, sem fram fór í Lundi í Svíþjóð um miðjan mánuðinn. Spiluð voru 120 spil í fimm lotum og unnu Svíarnir Fredin og Erikson. Þetta er þriðja árið í röð sem heimamaðurinn Peter Fredin vinnur Lundarmótið, en hann er stigahæsti Svíinn um þessar mundir.

Spilið að ofan gaf Helgunum hreinan topp. Eins og sjá má stendur slemma í báðar áttir, sem er ekki beinlínis daglegt brauð. Sigurðsson var í norður, en Jónsson í suður:

Vestur Norður Austur Suður
-- 1 spaði 2 grönd 4 lauf
Dobl 4 tíglar 5 lauf 5 hjörtu
Pass 5 spaðar 6 lauf Pass
Pass 6 spaðar Allir pass

Austur kemur láglitunum á framfæri með tveimur gröndum og Helgi Jónsson býður upp á spaðaslemmu með "splinterstökki" í fjögur lauf. Framhaldið er dálítið á tilfinninganótum og það er eins og vestur sjái aldrei gildi þess að vera með 11 punkta í litum makkers.

Ekkert annað par fékk að spila sex spaða. Nokkur AV-pör enduðu í láglitaslemmu, en mjög víða fórnuðu AV í sjö tígla yfir sex spöðum.