Leikarinn Colin Farrell hefur nýlega viðurkennt að koma alltaf í sömu nærbuxunum fyrsta daginn sem tökur eru að hefjast á nýrri kvikmynd. Farrell, sem nýverið lék í kvikmyndinni Miami Vice , vill alls ekki henda nærbuxunum þótt þær séu orðnar gamlar.

Leikarinn Colin Farrell hefur nýlega viðurkennt að koma alltaf í sömu nærbuxunum fyrsta daginn sem tökur eru að hefjast á nýrri kvikmynd. Farrell, sem nýverið lék í kvikmyndinni Miami Vice , vill alls ekki henda nærbuxunum þótt þær séu orðnar gamlar.

"Ég fer ekki í þeim út á lífið eða í veislur. Ég nota þær bara á fyrsta tökudegi," segir Farrell.

"Þetta eru Shamrock nærbuxur, alls ekki mjög flottar en ég hef verið í þeim á fyrsta tökudegi sjö kvikmynda," bætir leikarinn við.