Snillings minnst. Maður leggur blóm við gröf tónskáldsins Wolfgangs Amadeusar Mozarts í St. Marx kirkjugarðinum í Vín á föstudag, en þá voru 250 ár liðin frá því að tónskáldið fæddist. Mozarts er minnst með ýmsum hætti í Austurríki þessa dagana.
Snillings minnst. Maður leggur blóm við gröf tónskáldsins Wolfgangs Amadeusar Mozarts í St. Marx kirkjugarðinum í Vín á föstudag, en þá voru 250 ár liðin frá því að tónskáldið fæddist. Mozarts er minnst með ýmsum hætti í Austurríki þessa dagana. — Reuters
Ég er bestur þegar ég spila vel. Ólafur Stefánsson, fyrirliði íslenska landsliðsins í handbolta, eftir sigur á Serbum í fyrsta leik liðsins á Evrópumeistaramótinu.

Ég er bestur þegar ég spila vel.

Ólafur Stefánsson, fyrirliði íslenska landsliðsins í handbolta, eftir sigur á Serbum í fyrsta leik liðsins á Evrópumeistaramótinu.

En ég vona svo sannarlega að sá tími sé í nánd að við getum í öruggri vissu fagnað því að Þjórsárverum sé endanlega borgið.

Steingrímur J. Sigfússon eftir að Landsvirkjun tilkynnti að hún hygðist leggja Norðlingaölduveitu til hliðar að sinni.

Fólk á Íslandi sem stendur utan við trúfélög hefur ekkert val um hvert sóknargjöld þess fara. Þetta eru 7.000 krónur á ári sem fara bara sjálfkrafa til Háskóla Íslands, sé viðkomandi ekki skráður í neitt trúfélag.

Hope Knútsson, baráttukona sem fluttist frá Bandaríkjunum til Íslands fyrir meira en 30 árum. Hún er formaður Siðmenntar - félags siðrænna húmanista á Íslandi, sem stendur meðal annars fyrir borgaralegum fermingum.

Það er ekki gerður greinarmunur á hvölum, þeir eru heilagir hvar sem er í heiminum. Svo hlæja menn að heilögum kúm!

Andstæðingar hvalveiða fóru þess á leit við Vigni Árnason, verkfræðing í Þýskalandi, að hann þróaði tæki til að spilla hvalveiðum.

Númer 19 er meiri prakkari og ekki mjög samviskusamur námsmaður.

Starfsmaður Panda-rannsóknastofunnar í Kína um annað tveggja pandadýra sem Kínverjar hyggjast gefa Taívönum til marks um vinarhug sinn. Dýrin tvö, sem kölluð eru númer 16 og númer 19, læra þessa dagana þá mállýsku sem Taívanar nota til að þau geti átt auðvelt með að aðlagast sínu nýja heimalandi.

Það er miklu betra að vera uppi núna. Þá var ekkert sjónvarp eða Play Station. Fátæktin var mikil og ástandið slæmt. London var hræðileg þá. Hún er miklu betri núna.

Barney Clark, sem leikur Oliver Twist í nýrri mynd Romans Polanskis, var í viðtali við Morgunblaðið og kvaðst ánægður með að búa í stórborginni.