— Morgunblaðið/Árni Sæberg
SAMKVÆMT samantekt Stefáns Agnars Finnssonar, yfirverkfræðings hjá framkvæmdasviði Reykjavíkurborgar, hefur slysum á fólki á svokölluðum 30 km svæðum fækkað töluvert á síðustu tíu árum.
SAMKVÆMT samantekt Stefáns Agnars Finnssonar, yfirverkfræðings hjá framkvæmdasviði Reykjavíkurborgar, hefur slysum á fólki á svokölluðum 30 km svæðum fækkað töluvert á síðustu tíu árum. Á undanförnum tíu árum hefur Reykjavíkurborg unnið að gerð hverfa þar sem akstur takmarkast við 30 kílómetra hraða og í samantektinni voru umferðaróhöpp á þessum svæðum greind frá árinu 1994-2005. Fram kemur í samantektinni að umferðaróhöppum, þar sem slys hafa orðið á fólki, hefur fækkað um 27% og þar sem alvarleg slys hafa orðið á fólki um 62% í 30 km hverfum. Hins vegar kemur fram í skýrslunni að mikil fylgni hafi mælst með aukinni fólksbílaeign og aukningu á ákveðnum flokkum umferðaróhappa á tímabilinu.