60 ára sundhöll | Sundhöllin á Ísafirði er 60 ára í dag, 1. febrúar. Af því tilefni ætlar Ísafjarðarbær að gefa almenningi kost á að fara frítt í sundlaugina á afmælisdeginum og fram á þriðjudag í næstu viku. Á vefnum bb.

60 ára sundhöll | Sundhöllin á Ísafirði er 60 ára í dag, 1. febrúar. Af því tilefni ætlar Ísafjarðarbær að gefa almenningi kost á að fara frítt í sundlaugina á afmælisdeginum og fram á þriðjudag í næstu viku.

Á vefnum bb.is segir að áhugi fyrir að reisa veglega sundhöll hafi vaknað árið 1930, en framkvæmdir hófust haustið 1943. Guðjón Samúelsson húsameistari ríkisins teiknaði Sundhöllina sem var vígð við hátíðlega athöfn 1. febrúar 1946. Laugin var óspart notuð og fyrstu þrjá dagana sem hún var opin sóttu hana 758 gestir.