3. febrúar 2006 | Íþróttir | 91 orð | 1 mynd

Alda Leif Jónsdóttir í stjörnuleikinn í Hollandi

Alda Leif
Alda Leif
ALDA Leif Jónsdóttir, landsliðskona í körfuknattleik, sem leikur með hollenska liðinu Den Helder, aða Yellow Bikes Amsterdam eins og liðið heitir um þessar mundir, hefur verið valin til að leika í stjörnuleik kvenna í Hollandi sem fram fer 26. febrúar.
ALDA Leif Jónsdóttir, landsliðskona í körfuknattleik, sem leikur með hollenska liðinu Den Helder, aða Yellow Bikes Amsterdam eins og liðið heitir um þessar mundir, hefur verið valin til að leika í stjörnuleik kvenna í Hollandi sem fram fer 26. febrúar. Alda Leif er ein af fjórum leikmönnum Den Helder sem valin var í norðurliðið, en lið hennar er á toppi deildarinnar. Alda Leif hefur leikið vel í vetur, er með 10,5 stig að meðaltali 4,1 frákast og 2,6 stoðsendingar. Hún hefur hitt úr 60% skota sinna og er með 90% vítanýtingu.

Aðgangsupplýsingar

Notandi:Þú ert ekki innskráð(ur).
Greinin: Þessi grein er ókeypis þar sem hún er eldri en þriggja ára.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.