8. febrúar 2006 | Íþróttir | 107 orð

Mahoney leikur í WNBA

MEGAN Mahoney, leikmaður kvennaliðs Hauka í körfuknattleik, er búin að skrifa undir þriggja ára samning við Connecticut Sun í WNBA, bandarísku atvinnudeildinni. Hún var valin í þriðju umferð nýliðavalsins í fyrra en gat þá ekkert leikið vegna meiðsla.
MEGAN Mahoney, leikmaður kvennaliðs Hauka í körfuknattleik, er búin að skrifa undir þriggja ára samning við Connecticut Sun í WNBA, bandarísku atvinnudeildinni. Hún var valin í þriðju umferð nýliðavalsins í fyrra en gat þá ekkert leikið vegna meiðsla. Nú er hún hins vegar búin að ná sér og fer til Sun þegar tímabilinu lýkur hér á landi í vor en deildin í Bandaríkjunum hefst 20. maí.

Mahoney hefur leikið mjög vel með Haukum síðan hún gekk til liðs við félagið eftir áramótin. Hún hefur gert 29,5 stig að meðaltali, tekið tíu fráköst, gefið 5 stoðsendingar, stolið boltanum 4,5 sinnum af mótherjum að meðaltali og varið 1,75 skot.

Aðgangsupplýsingar

Notandi:Þú ert ekki innskráð(ur).
Greinin: Þessi grein er ókeypis þar sem hún er eldri en þriggja ára.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.