Listaverkið "Áfangastaður" eftir Finn Arnar var afhjúpað við hátíðlega athöfn í anddyri nýja Samskipahússins 22. febrúar sl. en það var unnið sérstaklega fyrir félagið með þessa staðsetningu í huga.

Listaverkið "Áfangastaður" eftir Finn Arnar var afhjúpað við hátíðlega athöfn í anddyri nýja Samskipahússins 22. febrúar sl. en það var unnið sérstaklega fyrir félagið með þessa staðsetningu í huga. Listaverkinu má lýsa sem ljósgjafa undir blárri glerplötu sem á birtist orðið "áfangastaður" í hvert sinn sem skip á vegum Samskipa nær höfn, hvort sem er hér heima eða erlendis. Hugmynd listamannsins með verkinu er að gera bæði starfsfólk og gesti Samskipa meðvitaðri um umfang félagsins og til að hugsa um sig og Samskip í stærra samhengi og að áhorfandinn öðlist líka hlutdeild í því sem er að gerast þegar orðið "áfangastaður" kemur í ljós á glerplötunni, lifir í nokkrar mínútur og dofnar svo aftur. Jafnframt vita nærstaddir að einhvers staðar í heiminum er skip á vegum Samskipa komið heilt í höfn.

Kjarni listaverksins, eða rót þess, er eins og fyrr segir í anddyri Samskipahússins en tæknilega getur listaverkið átt sér eins marga "skugga" eða útstöðvar og henta þykir.

Á myndinni eru, f.v., listamaðurinn Finnur Arnar og Ásbjörn Gíslason, forstjóri Samskipa.