LAUNAVÍSITALAN í janúar sl. mældist 282,8 stig hjá Hagstofunni og hafði hækkað um 3,3% milli mánaða. Þetta mikil hækkun skýrist að mestu leyti af samningsbundnum hækkunum á almennum vinnumarkaði um áramót, þar sem laun hækkuðu frá 2,5 til 4,5%.

LAUNAVÍSITALAN í janúar sl. mældist 282,8 stig hjá Hagstofunni og hafði hækkað um 3,3% milli mánaða. Þetta mikil hækkun skýrist að mestu leyti af samningsbundnum hækkunum á almennum vinnumarkaði um áramót, þar sem laun hækkuðu frá 2,5 til 4,5%. Samkvæmt upplýsingum frá Hagstofunni höfðu hækkanir á samningum starfsmanna sveitarfélaga einnig áhrif, auk almennra hækkana á markaðnum.

Undanfarna þrjá mánuði hefur launavísitalan hækkað um 19,3%, um 11,3% síðustu sex mánuði og um 8,3% frá janúarmánuði 2005.

Launavísitala, sem gildir við útreikning greiðslumarks fasteignaveðlána í mars 2006, er 6.186 stig.