HÆSTIRÉTTURÍslands staðfesti í vikunni dóm Héraðsdóms Austurlands frá 19. júlí 2005 í máli Helga Þórðarsonar kranamanns gegn Impregilo.

HÆSTIRÉTTURÍslands staðfesti í vikunni dóm Héraðsdóms Austurlands frá 19. júlí 2005 í máli Helga Þórðarsonar kranamanns gegn Impregilo.

Að mati Hæstaréttar braut Impregilo á kjarasamning starfsmanna við Kárahnjúkavirkjun, Virkjunarsamninginn, með því að greiða ekki 17% álag, en í samningnum er tekið fram að við sérstakar aðstæður skuli greiða 17% álag á laun vélamanna. Héraðsdómur hafði áður komist að sömu niðurstöðu. Ekki var fallist á kröfu Impregilo að svokallaður biðtími félli utan þeirrar vinnu sem fjallað væri um í ákvæði kjarasamningsins. Impregilo SpA Ísland, útibú, var dæmt til að greiða 400.000 krónur í málskostnað.