[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Spilararnir (Players) nefnist afrakstur samstarfs Hrafnkels Birgissonar hönnuðar við tónlistarmenn. "Hver spilari samanstendur af gömlum úr sér gengnum hljómflutningstækjum og MP3-spilara og stendur fyrir einn tónlistarmann.

Spilararnir (Players) nefnist afrakstur samstarfs Hrafnkels Birgissonar hönnuðar við tónlistarmenn. "Hver spilari samanstendur af gömlum úr sér gengnum hljómflutningstækjum og MP3-spilara og stendur fyrir einn tónlistarmann. Upprunalega tæknihluta hljómflutningstækjanna er skipt út fyrir MP3-spilarann og takkarnir á upprunalega tækinu eru bara hugsaðir til þess að líkja eftir andlitsdráttum viðkomandi tónlistarmanns. Í hverjum spilara er eitt lag eða útgáfa af lagi sem tónlistarmaðurinn hefur tekið sérstaklega upp fyrir spilarann," segir Hrafnkell. Hvert tæki er einstakt í útliti og með einstakri upptöku og vísar í sígilda hönnun, geislaspilarann frá Muji, sem kveikt er í með því að toga í spotta. Segir Hrafnkell hugmyndina hverfast um þá ótrúlegu breytingu sem orðið hefur á því hvernig fólk nálgast og hlustar á tónlist. Sjá: www.hrafnkell.com.