Á síðasta degi Vetrarhátíðar beinist öll athyglin að Laugardalnum þar sem fyrirtæki, félög og stofnanir leggja sitt af mörkunum til að dalurinn iði af lífi.
Kl. 12:00 - 17:00 Þriðja Þjóðahátíð Alþjóðahússins
Fjölbreytt menning og mannlíf.
Matur, ljósmyndir, tónlist, fatnaður og fjölbreytt og fjölmenningarleg skemmtiatriði. Blómavalshúsið við Sigtún.
Kl. 14:00 - 16:00 Kynslóðir mætast
Opin hús í félagsmiðstöðvunum Norðurbrún 1, Dalbraut 18 - 20, Dalbraut 27, Furugerði 1 og Hæðargarði 31. Dagskrá, kynning og kaffi á könnunni.
Kl. 13:30 - 17:00 Heimsdagur barna í Laugalækjarskóla
Heimsdagur barna er fjölmenningarhátíð fyrir börn á aldrinum 6 til 12 ára þar sem börnum er boðið upp á framandi og spennandi listsmiðjur og fjölbreytta dagskrá skemmtiatriða á sviði. Laugalækjarskóli við Laugalæk.
Kl. 14:30 - 18:00 Laugarnesskóli
Laugarnesskóli verður með opið hús í tilefni Vetrarhátíðar og 70 ára afmæli skólans. Danssýning, samsöngur og palldagskrá. Laugarnesskóli við Kirkjuteig.
Kl. 15:00 - 16:00 Skautahöllin
Samspilsbönd FÍH spila djasstónlist við ískalda stemningu. Skautahöllin, Laugardal, Múlavegi 1.
Kl. 11:00 - 16:00 Laugardalslaug
Kajakbátar í innilaug, karate, sundleikfimi, tímataka í sundi, töframaður og tríó Leones Tinganelli. Laugardalslaug við Sundlaugaveg.
KL 12:00 - 20:00 Grasagarður Reykjavíkur
Myndlistarsýning leikskólabarna, kínverskur sverðdans, gítarleikur og upplýst tré. Grasagarðurinn í Laugardal.
Kl. 11:00 - 21:00 Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn
Sunnudagaskóli Laugarneskirkju, blint kaffihús og leiðsögn, ratleikur
og kynning á Dýraríkinu - nýrri alfræðiorðabók um dýr. Dagskrá í
garðinum lýkur kl. 20:00 með brennu og söng.
Kl. 13:00 - 17:00 Íþróttabandalag Reykjavíkur
Stafganga, spennandi ratleikur og íþróttaganga um Laugardalinn þar sem fróðir menn fara yfir sögu íþróttamannvirkja dalsins og rifja upp minnisstæða atburði. Lagt af stað frá Laugardalshöll.
Kl. 13:00 - 18:00 Laugar
Salsaþolfimi og jóga fyrir börn er meðal þess sem hægt er að prófa í Laugum. Einnig sýnir Hressingarleikfimin verkið Vitarnir og hafið kl. 12:30 og ljósmyndasýning verður opnuð kl. 14:00
Kl. 14:00 - 15:00 Kynnstu hverfinu þínu!
Þorvaldur S. Þorvaldsson arkitekt og Reynir Vilhjálmsson landslagsarkitekt rölta um Laugardalinn og segja sögur af húsum, görðum og fólki. Lagt af stað frá Laugardalslauginni.
Kl. 14:00 Listasafn Reykjavíkur - Ásmundarsafn
Leiðsögn og heitt á könnunni.
Kl.12:45 - 17:00 Íþróttafélögin Þróttur og Ármann
Sippleikir, knattþrautir, krullukynning, tae kwon do, judo, glíma, tennis, fimleikar og margt fleira.
Kl. 20:00 Brenna í Fjöskyldu- og húsdýragarði
Söngur og gítarspil.
Dagskrá sunnudagsins - utan Laugardals
Kl. 13:00 - 14:00 Söngur og sund
Ómar Ragnarsson og Bergþór Pálsson syngja og leika saman lög og textar eftir Ómar. Sungið í Menningarmiðstöðinni Gerðubergi, Gerðubergi 3 - 5
Kl. 13:30 - 16:00 Tónleikar og sýnikennsla í Allegro Suzukitónlistarskólanum
Sýnikennsla og tónleikar þar sem yngstu hljóðfæraleikararnir eru aðeins 5 ára. Tranavogi 5.
Kl. 15:00 Sögustund
Með Áslaugu Jónsdóttur rithöfundi og myndlistarmanni. Aðalsafn Borgarbókarsafns í Grófarhúsi
Kl. 17:00 Trompeteria
Hallgrímskirkja.
Kl. 18:00 Kvikmyndahátíð - Norðrið í kanadískri kvikmyndagerð
Kvikmyndirnar verða sýndar í Norræna húsinu, Sturlugötu 5, 101 Reykjavík, dagana 26. febrúar til 1. mars, 2006. Aðgangur ókeypis.
Kl. 21:00 Kjallarakvöld með Kurt Weill
Flytjendur: Jóhann G. Jóhannsson, Atli Rafn Sigurðarson, Egill Ólafsson, Halla Vilhjálmsdóttir og Selma Björnsdóttir. Dagskráin verður endurtekin kl. 22:30. Aðgangur er ókeypis. Þjóðleikhúskjallarinn, Hverfisgötu 19.