Gísli Snær Erlingsson
Gísli Snær Erlingsson
GÍSLI Snær Erlingsson, kvikmyndaleikstjóri, stundar auglýsingamyndagerð í Japan, en þar hefur hann búið síðastliðin fimm ár.

GÍSLI Snær Erlingsson, kvikmyndaleikstjóri, stundar auglýsingamyndagerð í Japan, en þar hefur hann búið síðastliðin fimm ár.

Hann og félagi hans Dermont Killoran reka fyrirtækið Calderwood Productions og eru þeir með stór fyrirtæki á alþjóðavettvangi á sínum snærum. Þeir hafa þannig undanfarið meðal annars unnið kynningarmyndir fyrir Braun, Ricoh og snyrtivöruframleiðandann Kanebo. Einnig er í bígerð að þeir félagar taki að sér að vinna allt kynningarefni fyrir Jaguar og Rover. Stærsti viðskiptavinurinn er hins vegar án efa Yamaha, en Gísli hefur leikstýrt tveimur auglýsingum fyrir fyrirtækið og í bígerð er að hann geri tvær til viðbótar síðar á árinu.

"Upphaflega kom þetta þannig til að vinur minn sem vinnur hjá framleiðslufyrirtækinu Dentsu Tec, sem er í eigu auglýsingastofunnar Dentsu, sem er stærsta auglýsingastofa í heimi með um sjötíu þúsund starfsmenn, benti á mig. Dentsu voru að leita að útlendingi sem gæti gert mótorhjólaauglýsingar fyrir Yamaha. Þeir höfðu reynt að notast við japanskan leikstjóra en það gekk ekki þar sem auglýsingarnar voru ekki hugsaðar fyrir Japansmarkað. Þeir vildu fá útlending þar sem erlendir leikstjórar hafa aðra sýn en þeir japönsku. Japanskir leikstjórar hafa húmor og sýn sem passar eiginlega bara í Japan. En allavega, þá fékk ég starfið."

Valentino Rossi, heimsmeistari í mótorhjólaakstri er aðalpersónan í báðum auglýsingunum, en hann var á þessum tíma nýbúinn að skrifa undir samning við Yamaha.

Auk þessa gefa Gísli og eiginkona hans út erlendar barnamyndir á DVD diskum í Japan og talsetja þær á japönsku. | 16