Barry og Robin Gibb á tónleikunum um síðustu helgi til styrktar sykursjúkum.
Barry og Robin Gibb á tónleikunum um síðustu helgi til styrktar sykursjúkum. — Reuters
BRÆÐURNIR Barry og Robin Gibb komu saman um síðustu helgi í fyrsta skipti síðan bróðir þeirra Maurice lést í janúar 2003. Komu þeir fram á góðgerðartónleikum til styrktar sykursjúkum á Diplomat-hótelinu á Miami, Flórída.

BRÆÐURNIR Barry og Robin Gibb komu saman um síðustu helgi í fyrsta skipti síðan bróðir þeirra Maurice lést í janúar 2003. Komu þeir fram á góðgerðartónleikum til styrktar sykursjúkum á Diplomat-hótelinu á Miami, Flórída.

Bræðurnir, sem hingað til hafa verið tregir til að halda minningartónleika um bróður sinn, léku mörg af bestu lögum Bee Gees. Má af þeim nefna smellina "Stayin' Alive", "How Deep Is Your Love" og "You Should Be Dancing" auk þess sem þeir sungu lagið "Don't Forget To Remember" til minningar um Maurice.