Á meðal söngleikja sem sýndir verða á Broadway í New York á næstunni, má nefna Tarzan , söngleik upp úr lögum Johnny Cash og söngleikjaútgáfu af The Wedding Singer .

Á meðal söngleikja sem sýndir verða á Broadway í New York á næstunni, má nefna Tarzan , söngleik upp úr lögum Johnny Cash og söngleikjaútgáfu af The Wedding Singer . Tarzan-söngleikurinn verður að mestu byggður á Disney-teiknimyndinni sem gerð var árið 1999 en þar var það Phil Collins sem samdi tónlistina í myndina. Vonast er til að söngleikurinn feti í fótspor The Lion King sem hlaut Tony-verðlaunin árið 1998. Söngleikurinn Ring of Fire naut mikilla vinsælda í Buffalo á síðasta ári og því var ákveðið að færa hann á Broadway í ár.

Einnig munu sýningar á söngleiknum Lestat sem byggist á bókinni The Vampire Chronicles eftir Anna Rice, hefjast á þessu ári á Broadway en það er enginn annar en Elton John sem á heiðurinn af tónlistinni í söngleiknum.