Fjölmenni var við opnun sýningar á verkum Louisu Matthíasdóttur.
Fjölmenni var við opnun sýningar á verkum Louisu Matthíasdóttur.
FIMMTUDAGINN 16. febrúar síðastliðinn var opnuð yfirlitssýning á verkum Louisu Matthíasdóttur í sameiginlegum sal norrænu sendiráðanna í Berlín.

FIMMTUDAGINN 16. febrúar síðastliðinn var opnuð yfirlitssýning á verkum Louisu Matthíasdóttur í sameiginlegum sal norrænu sendiráðanna í Berlín. Sýning þessi var fyrst sett upp haustið 2004 í Norðurlandahúsinu í New York, þar sem Lousia bjó mestanpart ævi sinnar.

Yfir 200 gestir voru mættir á opnunina og hélt Ólafur Davíðsson, sendiherra Íslands í Berlín, tölu af tilefninu. Svo gerði líka Hans Jörg Clement, forstöðumaður Konrad Adenauer stofnunarinnar, auk þess sem dóttir Louisu, Temma Bell, steig í pontu og minntist móður sinnar.

Þá söng Bjarni Þór Kristinsson, bassi, nokkur íslensk lög af tilefninu en hann er búsettur í Berlín. Einnig var boðið upp á þjóðlegar veitingar, flatkökur með hangikjöti m.a. og var það Árni Siemsen, veitingastjóri á veitingastaðnum Sachs, sem hafði yfirumsjón með því.

Sýningarstjóri er Jón Proppé en eftir að sýningu lýkur, hinn 29. mars, flyst sýningin í Norðuratlantshafshúsið í Kaupmannahöfn - Bryggjuna. Eftir það liggur leiðin svo norður til Listasafnsins á Akureyri.