JBK Ransu notar skotskífuformið til að framkalla skynvillu í verkunum.
JBK Ransu notar skotskífuformið til að framkalla skynvillu í verkunum.
Listamaðurinn JBK Ransu opnaði á föstudag sýningu á verkum sínum í Gallerí Turpentine. Sýningin ber yfirskriftina "PopOp" enda byggist sýningin annarsvegar á popplist og hins vegar á opplist, "optical art.

Listamaðurinn JBK Ransu opnaði á föstudag sýningu á verkum sínum í Gallerí Turpentine.

Sýningin ber yfirskriftina "PopOp" enda byggist sýningin annarsvegar á popplist og hins vegar á opplist, "optical art. Snýst hið fyrra um iðnað og dægurmenningu en hið síðara um liti, form, ljós, hreyfingu og rými, eins og segir í tilkynningu.

Í verkum sínum notar listamaðurinn sem grunn skotskífuformið, sem hann færir í skynvillandi búning.

Ransu hefur áður sýnt "PopOp"-myndir á samsýningum í Reykjanesbæ, Kópavogi og Þórshöfn í Færeyjum en þetta er fyrsta einkasýning listamannsins þar sem eingöngu eru sýnd verk af þessum toga.

Sýningin stendur til 11. mars en Gallerí Turpentine er í Ingólfsstræti 5 og er opið frá þriðjudegi til föstudags kl. 12 til 18 og laugardaga kl. 11 til 16.