Bridshátíð.

Bridshátíð.

Norður
10
1032 N/AV
G10952
DG93

Vestur Austur
ÁD9854 G3
D8765 94
- KD76
84 107652

Suður
K762
ÁKG
Á843
ÁK

Suður spilar þrjú grönd og fær út smáan spaða.

Satt best að segja er þetta ekki gæfulegur samningur eins og legan er - samgangurinn við blindan enginn og tígullinn 4-0. Spilið kom upp í sveitakeppni Bridshátíðar og yfirleitt fóru þrjú grönd 1-2 niður. Jón Baldursson fann hins vegar fallega vinningsleið eftir upplýsandi sagnir vesturs. Jón og Þorlákur Jónsson voru í NS gegn sænsku pari:

Vestur Norður Austur Suður
- Pass Pass 1 lauf *
1 hjarta * Pass Pass 2 grönd
3 hjörtu 3 grönd Pass Pass
Pass
Vestur kemur inn á sterka laufopnun Jóns með hálitasögn og ítrekar þá sögu með því að berjast yfir tveimur gröndum, svo það má ljóst vera að skiptingin er mikil.

Útspilið var smár spaði upp á gosa austurs og Jón dúkkaði. Austur skipti yfir í hjartaníu, sem Jón drap með ás, tók ÁK í laufi og spilaði svo sjálfur litlum spaða! Vestur tók tvo slagi á ÁD og spilaði enn spaða á kóng suðurs.

Nú lá skipting vesturs nokkurn veginn fyrir og Jón lagði niður hjartakóng og spilaði litlum tígli undan ásnum. Austur fékk þann slag og gat valið hvort hann gæfi sagnhafa fría svíningu í tígli eða spilaði blindum á lauf.

Ekki beint skemmtilegir valkostir.