VIÐAR Gísli Sigurbjörnsson, kaupmaður á Fáskrúðsfirði, er látinn, 71 árs að aldri. Viðar fæddist 24. nóvember árið 1934 á Steinholti í Fáskrúðsfirði. Foreldrar hans voru Sigurbjörn Gíslason og Valborg Jónasdóttir.

VIÐAR Gísli Sigurbjörnsson, kaupmaður á Fáskrúðsfirði, er látinn, 71 árs að aldri.

Viðar fæddist 24. nóvember árið 1934 á Steinholti í Fáskrúðsfirði. Foreldrar hans voru Sigurbjörn Gíslason og Valborg Jónasdóttir.

Árni var gagnfræðingur frá Laugarvatni og hóf snemma verslunarstörf. Fyrst hjá Kaupfélagi Fáskrúðsfirðinga við afgreiðslustörf og opnaði síðan eigin verslun, Viðarsbúð, árið 1961 á Búðavegi 3. Í fyrstu afgreiddi Viðar viðskiptavini sína yfir borðið, en seinna breyttist verslunin í litla kjörbúð. Eftir að verslunartími var gefinn frjáls og smærri verslanir viku fyrir stórverslunum hætti Viðar rekstri Viðarsbúðar, en opnaði í kjölfarið Hina búðina á Skólavegi 50. Þar höndlaði hann m.a. með fatnað, gjafavöru, hannyrðavörur og rak samhliða ljósastofu.

Viðar lokaði Hinni búðinni í desember á síðasta ári og lauk þá 44 samfelldum verslunarrekstri á Fáskrúðsfirði á hans vegum.

Viðar var ókvæntur og barnlaus.