— Morgunblaðið/Reynir Sveinsson
Mokafli er þessa dagana hjá smábátum sem róa frá Sandgerði, en aflinn fæst fyrst og fremst á línu. Margir bátar hafa verið að koma með fullfermi í land. Töluverð löndunarbið er þó fimm kranar séu notaðir til löndunar við höfnina í Sandgerði.

Mokafli er þessa dagana hjá smábátum sem róa frá Sandgerði, en aflinn fæst fyrst og fremst á línu. Margir bátar hafa verið að koma með fullfermi í land. Töluverð löndunarbið er þó fimm kranar séu notaðir til löndunar við höfnina í Sandgerði.

Á myndinni er Guðjón Bragason skipstjóri á Guðrúnu Petrínu GK 107 að bíða eftir löndun. Hann þurfti að setja fleka fyrir dyrnar svo fiskur rynni ekki inn í brú. Guðjón var með um 6,4 tonn og sagðist ekki áður hafa komið með jafnmikinn afla í einni ferð á þessari trillu. Hann segir að veiðin sé búin að vera mjög góð, en tíðin hafi verið erfið í vetur. Mikil ýsa sé í aflanum, en ágætt í þorskinum líka. Menn séu ekkert að keppast við þó að mikið aflist því það komi fljótt niður á verðinu á ýsunni. Það hafi þó haldist þokkalegt þrátt fyrir mikla veiði.