— Reuters
Terzeen er sex ára gömul pakistönsk stúlka sem nú býr í Mustafai-tjaldbúðunum í útjaðri borgarinnar Muzaffarabad í pakistanska hluta Kasmír. Heimili Terzeen eyðilagðist í jarðskjálftanum sem skók pakistanska hluta Kasmír í haust en um 73.

Terzeen er sex ára gömul pakistönsk stúlka sem nú býr í Mustafai-tjaldbúðunum í útjaðri borgarinnar Muzaffarabad í pakistanska hluta Kasmír. Heimili Terzeen eyðilagðist í jarðskjálftanum sem skók pakistanska hluta Kasmír í haust en um 73.000 manns týndu lífi í náttúruhamförunum. Kalt er í veðri á þessum slóðum um þessar mundir en Terzeen gaf sér þó tíma til að stilla sér upp fyrir ljósmyndara Reuters er hann var á ferð í búðunum í gær.

Um tvær milljónir manna hafa þurft að búa í tjaldbúðum eða öðrum tímabundnum vistarverum vegna eyðileggingarinnar sem varð í skjálftanum. Íslendingurinn Rafn Jónsson vann að hjálparstarfi á vegum Rauða krossins á skjálftasvæðunum í Pakistan fyrr á þessu ári og hann segir í samtali við Morgunblaðið í dag að eyðileggingin blasi alls staðar við. Ánægjulegt hafi hins vegar verið að sjá að árangurinn af hjálparstarfi alþjóðastofnana í landinu var sýnilegur. "Þetta er harðgert fólk sem býr þarna í fjöllunum og það lætur ekki bugast," segir Rafn. | 22