KVIKMYNDAHÁTIÐIN Norðrið í kanadískum kvikmyndum hefst í dag kl. 18 með sýningu á mynd Jóns E. Gústafssonar, the Importance of Being Icelandic . Myndin er með ensku tali og er frá árinu 1998.

KVIKMYNDAHÁTIÐIN Norðrið í kanadískum kvikmyndum hefst í dag kl. 18 með sýningu á mynd Jóns E. Gústafssonar, the Importance of Being Icelandic . Myndin er með ensku tali og er frá árinu 1998. Tinna Grétarsdóttir kynnir myndina og svarar spurningum að henni lokinni. Þar á eftir verður myndin The Snow Walker sýnd. Leikstjóri hennar er Martin Smith. Myndin er með ensku tali og er frá árinu 2003. Sherill E. Grace kynnir myndina og svarar spurningum að henni lokinni.

Norðrið í kanadískum kvikmyndum er samstarfsverkefni fjölmargra aðila en þeir eru: International Laboratory for the Comparative Multidisciplinary Study of Representations of the North of the Université du Québec à Montréal, ReykjavíkurAkademían; Centre de recherche interuniversitaire sur la littérature et la culture québécoises; Kviksaga - heimildamyndamiðstoð og Vetrarhátíð í Reyjavík. Sendiráð Kanada á Íslandi er aðalstyrktaraðili hátíðarinnar.

Kvikmyndirnar verða sýndar í Norræna húsinu, Sturlugötu 5, dagana 26. febrúar til 1. mars. Ókeypis aðgangur. www.crilcq.org/festival2006