Ágúst Magnússon, skipstjóri á Baldri, ásamt Gunnari Alfonssyni stýrimanni og Benedikt Svavarssyni vélstjóra.
Ágúst Magnússon, skipstjóri á Baldri, ásamt Gunnari Alfonssyni stýrimanni og Benedikt Svavarssyni vélstjóra. — Morgunblaðið/Árni Sæberg
ENN einum leitarleiðangrinum að Goðafossi, sem sökkt var undan Garðskaga í seinni heimsstyrjöldinni, var hleypt af stokkunum í gær. Þar voru á ferð skipverjar af sjómælingabátnum Baldri sem freista þess að finna flak hins stóra millilandaskips.

ENN einum leitarleiðangrinum að Goðafossi, sem sökkt var undan Garðskaga í seinni heimsstyrjöldinni, var hleypt af stokkunum í gær. Þar voru á ferð skipverjar af sjómælingabátnum Baldri sem freista þess að finna flak hins stóra millilandaskips.

Goðafossi var grandað af þýskum kafbáti um hádegisbil 10. nóvember 1944, þegar skipið átti aðeins eftir um tveggja klukkustunda siglingu til Reykjavíkur. Um borð voru 43 skipverjar og farþegar auk 20 Breta sem nýbúið var að bjarga af brennandi olíuskipi. Rúmlega 40 manns fórust í árásinni.

Áhöfnin á Baldri hefur reynt að fara út að flakinu áður í vetur en þær tilraunir hafa runnið út í sandinn vegna brælu. Í gær var sléttur sjór og hægur vindur og því voru skipverjarnir fjórir bjartsýnir. Með þeim eru fjórir farþegar og því sjö manns um borð.

Að sögn Sigurðar Ásgrímssonar leiðangursstjóra telur hann áhöfnina hafa betri upplýsingar um staðsetningu Goðafoss en áður. Mikið er um skipsflök á þessum stað og þarf að fá staðfest hvort flakið af Goðafossi er hið rétta. Búist var við 12-20 tíma leiðangri.