— Morgunblaðið/Árni Sæberg
ÞAÐ var hressilegt bað sem knapar og klárar fengu í gær, á móti sem hestamannafélagið Hörður hélt í Mosfellsbæ.
ÞAÐ var hressilegt bað sem knapar og klárar fengu í gær, á móti sem hestamannafélagið Hörður hélt í Mosfellsbæ. Þá fór fram fyrsta víðavangshlaup félagsins af fimm en keppt er um verðlaun í svonefndu peningshlaupi og er um að ræða kappreiðar í bland við ýmsar þrautir. Knaparnir léku á als oddi eins og sjá má, enda fátt eins gaman og að hleypa hesti sínum um grundir, mela og læki.