Doktorsvörn fer fram við lyfjafræðideild Háskóla Íslands 1. mars. Þá ver Hákon Hrafn Sigurðsson lyfjafræðingur doktorsritgerð sína lyfjagjöf í auga og slímhimnuviðloðandi fjölliður. Andmælendur eru dr.

Doktorsvörn fer fram við lyfjafræðideild Háskóla Íslands 1. mars. Þá ver Hákon Hrafn Sigurðsson lyfjafræðingur doktorsritgerð sína lyfjagjöf í auga og slímhimnuviðloðandi fjölliður. Andmælendur eru dr. Tomi Järvinen, prófessor við lyfjaefnafræðideild Kuopio-háskóla í Finnlandi, og dr. Jóhannes Kári Kristinsson, sérfræðingur í augnlækningum við augnlæknastöðina Sjónlag. Dr. Þorsteinn Loftsson, forseti lyfjafræðideildar, stjórnar athöfninni sem fer fram í hátíðasal og hefst kl. 13.

Þróun augnlyfja er oft mjög krefjandi vegna einstakrar byggingar, lífeðlis- og lífefnafræði augans. Markmið þessa doktorsverkefnis var að auka við þekkingu á lyfjagjöf til augans og reyna að svara nokkrum ósvöruðum spurningum tengdum því efni. Einnig var slímhimnuviðloðunarhugtakið rannsakað og krufið til mergjar. Rannsóknin byggist á nokkrum ex-vivo rannsóknum á svínaaugum og in vivo rannsóknum í kanínum. Resonant mirror lífnemi var notaður til að meta bindingu á milli fjölliða og próteina.