ATVINNULEYSI í janúar 2006 var 1,6% að jafnaði og jókst aðeins lítið eitt frá því í desember þegar það var 1,5%. Í janúar fyrir ári var atvinnuleysið 3%, eða nær tvöfalt meira en nú. Þetta kemur fram á heimasíðu Vinnumálastofnunar á Netinu.

ATVINNULEYSI í janúar 2006 var 1,6% að jafnaði og jókst aðeins lítið eitt frá því í desember þegar það var 1,5%. Í janúar fyrir ári var atvinnuleysið 3%, eða nær tvöfalt meira en nú. Þetta kemur fram á heimasíðu Vinnumálastofnunar á Netinu.

Alls voru skráðir 53.682 atvinnuleysisdagar á landinu öllu í janúar í ár, sem jafngildir því að 2.443 manns hafi að meðaltali verið á atvinnuleysisskrá í mánuðinum. Áætlaður mannafli á vinnumarkaði er 150.415 og reiknast atvinnuleysi því 1,6%.

Yfirleitt litlar breytingar

"Litlar breytingar eru yfirleitt frá janúar til febrúar," segir í frétt Vinnumálastofnunar. "Í fyrra lækkaði atvinnuleysi milli þessara mánaða um 0,2 prósentustig, úr 3% í 2,8%. Miðað við hvað atvinnuleysi er lítið í janúar í ár er ólíklegt að það minnki með sama hætti og í fyrra. Lausum störfum í lok janúar hefur fækkað nokkuð frá lokum desember og eru færri nú en á sama tíma í fyrra. Þá hefur fjöldi atvinnulausra í lok mánaðar aukist nokkuð frá lokum desember til loka janúar. Að öllu samanlögðu má gera ráð fyrir að atvinnuleysi í febrúar verði svipað eða ívið meira en í janúar og verði á bilinu 1,5-1,8%.