ATVINNULEYSI í janúar 2006 var 1,6% að jafnaði og jókst aðeins lítið eitt frá því í desember þegar það var 1,5%. Í janúar fyrir ári var atvinnuleysið 3%, eða nær tvöfalt meira en nú. Þetta kemur fram á heimasíðu Vinnumálastofnunar á Netinu.
ATVINNULEYSI í janúar 2006 var 1,6% að jafnaði og jókst aðeins lítið eitt frá því í desember þegar það var 1,5%. Í janúar fyrir ári var atvinnuleysið 3%, eða nær tvöfalt meira en nú. Þetta kemur fram á heimasíðu Vinnumálastofnunar á Netinu.
Alls voru skráðir 53.682 atvinnuleysisdagar á landinu öllu í janúar í ár, sem jafngildir því að 2.443 manns hafi að meðaltali verið á atvinnuleysisskrá í mánuðinum. Áætlaður mannafli á vinnumarkaði er 150.415 og reiknast atvinnuleysi því 1,6%.