Top Gear er vandaður breskur þáttur sem fjallar um allt sem tengist flottustu og kraftmestu farartækjunum og hefur verið vatn á myllu bílaáhugamanna í Bretlandi um árabil.

Top Gear er vandaður breskur þáttur sem fjallar um allt sem tengist flottustu og kraftmestu farartækjunum og hefur verið vatn á myllu bílaáhugamanna í Bretlandi um árabil. Nýlega hófust sýningar á þáttunum á SkjáEinum og hafa þeir vakið töluverða athygli.

Þáttur kvöldsins er sérstaklega áhugaverður fyrir íslenska bílaáhugamenn, því í honum prófa umsjónarmenn þáttarins þrjá blæjubíla, Chrysler Crossfire, Audi TT og Nizzan 350z, og staðurinn sem verður fyrir valinu til að reyna á þolrif bifreiðanna er Ísland.

Í kvöld gefst því gott tækifæri til að sjá magnaða bíla í umhverfi sem við þekkjum.

Top Gear er á dagskrá SkjásEins klukkan 19.00.