Guðrún J. Bachmann fæddist í Reykjavík 1953. Hún lauk stúdentsprófi frá MH og BA-prófi í bókmenntaræði og ensku frá HÍ.

Guðrún J. Bachmann fæddist í Reykjavík 1953. Hún lauk stúdentsprófi frá MH og BA-prófi í bókmenntaræði og ensku frá HÍ. Hún hefur starfað við kynningar- og markaðsmál undanfarna tvo áratugi, var um árabil hugmyndasmiður og tengill á auglýsingastofum, kennari við endurmenntun HÍ og víðar. Guðrún starfaði sjálfstætt sem þýðandi og ráðgjafi, o.fl. Guðrún var markaðs- og kynningarstjóri Þjóðleikhússins frá 1993 til 2001, þegar hún hóf störf við Háskóla Íslands, þar sem hún er kynningarstjóri.

Guðrún J. Bachmann fæddist í Reykjavík 1953. Hún lauk stúdentsprófi frá MH og BA-prófi í bókmenntaræði og ensku frá HÍ. Hún hefur starfað við kynningar- og markaðsmál undanfarna tvo áratugi, var um árabil hugmyndasmiður og tengill á auglýsingastofum, kennari við endurmenntun HÍ og víðar. Guðrún starfaði sjálfstætt sem þýðandi og ráðgjafi, o.fl. Guðrún var markaðs- og kynningarstjóri Þjóðleikhússins frá 1993 til 2001, þegar hún hóf störf við Háskóla Íslands, þar sem hún er kynningarstjóri.

Í dag, sunnudag, er í Háskóla Íslands haldin kynning á námsframboði næsta vetrar, bæði í grunnnámi og á framhaldsstigi. "Allar ellefu deildir skólans kynna það nám sem er í boði og bæði kennarar deildanna og nemendur verða á staðnum til að svara fyrirspurnum og leiðbeina fólki um námsval," segir Guðrún Bachmann, kynningarstjóri Háskólans.

"Þarna verða líka námsráðgjafar skólans og ýmsir þjónustu- og samstarfsaðilar, s.s. Félagsstofnun stúdenta, Stúdentaráð, Lánasjóður íslenskra námsmanna, Samband íslenskra námsmanna erlendis, Alþjóðaskrifstofa háskólans og fleiri."

Guðrún segir algengast að tilvonandi nemendur leita sér upplýsinga um nám gegnum netið, en mjög margir kjósi líka að fá persónulegar upplýsingar og ráðgjöf, eins og í boði er á kynningardegi Háskóla Íslands. "Þeir sem eru að velja sér grunnám eru flestir hverjir að taka einhverja stærstu ákvörðun lífs síns: Möguleikarnir eru margir og skiptir máli að vanda valið. Hinir, sem eru að kynna sér framhaldsnám, eru margir hverjir að koma aftur til náms eftir einhver ár á vinnumarkaði. Þeirra möguleikar hafa aukist gríðarlega á stuttum tíma því framboð á meistara- og doktorsnámi er einn helsti vaxtarbroddurinn í starfsemi Háskóla Íslands og í dag er framhaldsnám í boði við allar deildir skólans.

Um 300 mismunandi námsleiðir eru við Háskólann.

Þessi mikla fjölbreytni í námsframboði er einn helsti styrkur Háskóla Íslands og þýðir m.a. að mikill sveigjanleiki er í samsetningu námsins. Þverfræðilegt nám verður sífellt mikilvægara því samtíminn kallar á að fólk hafi fjölþætta þekkingu."

Meðal fjölda nýrra námsleiða næsta vetur má nefna nám í skurðhjúkrun, umhverfis- og náttúrusiðfræði, heilbrigðis- og lífsiðfræði, hagnýtri menningarmiðlun, hagnýtri ritstjórn og útgáfufræði og fjármálahagfræði.

Námskynning Háskóla Íslands verður frá kl. 11 til 16 sunnudaginn 26. febrúar og fer hún fram í fimm byggingum á háskólasvæðinu. Minnt er á að umsóknarfrestur í framhaldsnám er til 15. mars við flestar deildir. Umsóknarfrestur í grunnnám er hins vegar til 5. júní.

Allar nánari upplýsingar er að finna á www.hi.is.