STARFSMENN Fiskistofu kölluðu til lögregluna í Keflavík í fyrrakvöld vegna meints brots á fiskveiðilöggjöfinni.
STARFSMENN Fiskistofu kölluðu til lögregluna í Keflavík í fyrrakvöld vegna meints brots á fiskveiðilöggjöfinni. Fiskur í tíu körum sem verið var að landa úr bát í Grindavík, var vigtaður sem ufsi, en í ljós kom er starfsmenn Fiskistofu skoðuðu, að þorskur var í körunum. Málið er til rannsóknar, að sögn lögreglunnar.