Halldór með Blair í Bret-landi.
Halldór með Blair í Bret-landi.
Halldór Ás-grímsson forsætis-ráð-herra hitti Tony Blair starfs-bróður sinn í Bret-landi í vik-unni. Þeir töluðu um sam-skipti land-anna. Þeir töluðu líka um Evrópu-mál. Halldór sagði Tony Blair að ekki væri á áætlun Íslend-inga að sækja um aðild að ESB.

Halldór Ás-grímsson forsætis-ráð-herra hitti Tony Blair starfs-bróður sinn í Bret-landi í vik-unni. Þeir töluðu um sam-skipti land-anna. Þeir töluðu líka um Evrópu-mál. Halldór sagði Tony Blair að ekki væri á áætlun Íslend-inga að sækja um aðild að ESB. Hins vegar gæti það kannski gerst síðar. Halldór sagði Blair líka að Íslend-ingum þætti gott að eiga við-skipti á Bret-landi.

Þeir töluðu líka um friðar-gæslu.

"Hann var mjög ánægð-ur með að Íslend-ingar tækju þátt í friðar-gæslu en við höfum unnið með Bretum bæði í Bosníu og Af-ganis-tan," sagði Halldór.

Halldór sagði Blair líka að það væri mikil-vægt að Ísland hefði varnir áfram, hvernig sem þeim yrði háttað.