7. mars 2006 | Innlendar fréttir | 205 orð | 1 mynd

Timman gafst upp í unninni stöðu

Eftir Braga Kristjánsson bragikr@hotmail.com Í FYRSTU umferð á 22.
Eftir Braga Kristjánsson bragikr@hotmail.com
Í FYRSTU umferð á 22. Reykjavíkurskákmótinu, sem hófst í Skákhöllinni í Faxafeni 12 í gærkveldi, urðu þau óvæntu úrslit að hollenski stórmeistarinn og Íslandsvinurinn Jan Timman gafst upp í unninni stöðu gegn hinum 15 ára Helga Dam Ziska frá Færeyjum.

Hvítt: Helgi Dam Ziska

Svart: Jan Timman

Sikileyjarvörn 1. e4 c5 2. Rf3 e6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 Rf6 5. Rc3 d6 6. g4 h6 7. h4 Be7 8. Hg1 d5 9. Bb5+ Kf8 10. exd5 Rxd5 11. Rxd5 Dxd5 12. Dd3 Bxh4 13. Bc4 Dd7 14. g5 hxg5 15. Be3 e5 16. Da3+ Kg8 17. Rb5 g4 18. Hd1 Dc6 19. Rd6 Be7 20. Rxf7? - Ziska missir af vinningsleið: 20. Bxf7+ Kf8 (20. ...Kh7 21. Dd3+ Bf5 22. Dxf5+ g6 23. Dxg6+ mát) 21. Db3 Bxd6 22. Bg6 Be6 23. Dxe6 Bb4+ 24. Kf1 Da6+ 25. Hd3 Dxe6 26. Hd8+ Ke7 27. Bg5+ Df6 28. Bxf6+ Kxf6 29. Hxh8 og hvítur vinnur.

Timman svaraði með því að gefast upp! Hann á unnið tafl, eftir 20. ...Bxa3 21. Hd8+ Bf8 (leikurinn, sem Timman yfirsást! Eftir 21. ...Kh7 22. Hxh8+ Kg6 23. Rxe5+ Kf6 24. Rxc6 Rxc6 25. bxa3 vinnur hvítur) 22. Rxe5+ Dxc4 23. Rxc4 Rc6 og svartur vinnur.

Aðgangsupplýsingar

Notandi:Þú ert ekki innskráð(ur).
Greinin: Þessi grein er ókeypis þar sem hún er eldri en þriggja ára.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.