13. mars 2006 | Innlendar fréttir | 142 orð | 1 mynd

Fagnaði 50 ára prestsvígslu

Prestarnir Jakob Rolland, W. Logister, Ágúst Georg og Húbert Óremus við hátíðarmessuna 5. mars sl.
Prestarnir Jakob Rolland, W. Logister, Ágúst Georg og Húbert Óremus við hátíðarmessuna 5. mars sl. — Ljósmynd/Hörður Arinbjarnar
FIMMTÍU ár voru nú um helgina liðin frá því séra Ágúst Georg, prestur við kaþólsku dómkirkjuna, Kristskirkju, vígðist prestur í Oirschot í Hollandi. Í nóvember sama ár kom hann til Íslands og hefur starfað sem prestur hér síðan. Séra Georg fæddist 5.
FIMMTÍU ár voru nú um helgina liðin frá því séra Ágúst Georg, prestur við kaþólsku dómkirkjuna, Kristskirkju, vígðist prestur í Oirschot í Hollandi. Í nóvember sama ár kom hann til Íslands og hefur starfað sem prestur hér síðan.

Séra Georg fæddist 5. apríl 1928 í þorpinu Wijlre. Tólf ára gamall hóf hann nám í drengjaskóla Montfortreglunnar í Schimmer, en þess má geta að Montfortreglan hefur starfað hér á landi síðan 1903. Eftir reynsluár í Meerseen í Limburg vann sr. Georg fyrstu heit sín hinn 8. september 1950 og hóf nám í heimspeki og guðfræði í Oirschot, en því lauk með prestsvígslu 11. mars 1956.

Árið 1962 var sr. Georg beðinn að taka að sér stjórn Landakotsskóla og stýrði hann skólanum farsællega í 36 ár. Hlaut hann hina íslensku fálkaorðu fyrir störf sín árið 1994.

Hátíðarmessa var haldin í Kristskirkju í byrjun mars.

Aðgangsupplýsingar

Notandi:Þú ert ekki innskráð(ur).
Greinin: Þessi grein er ókeypis þar sem hún er eldri en þriggja ára.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.