22. mars 2006 | Íþróttir | 237 orð

Woon Aris vill semja við Hlyn

HLYNUR Bæringsson, landsliðsmaður í körfuknattleik, hefur fengið tilboð frá hollenska liðinu Woon Aris sem hann og Sigurður Þorvaldsson hafa leikið með í vetur. Liðið er frá borginni Leeuwarden í norður-hluta Hollands.
HLYNUR Bæringsson, landsliðsmaður í körfuknattleik, hefur fengið tilboð frá hollenska liðinu Woon Aris sem hann og Sigurður Þorvaldsson hafa leikið með í vetur. Liðið er frá borginni Leeuwarden í norður-hluta Hollands. Hlynur sagði við Morgunblaðið í gær að hann ætlaði að taka ákvörðun um framhaldið á næstu vikum en hann hefur áhuga á að skoða fleiri möguleika sem eru í stöðunni.

Eftir Sigurð Elvar Þórólfsson seth@mbl.is
Mér hefur gengið vel sem leikmanni á fyrsta ári mínu sem atvinnumaður en ég neita því ekki að gengi liðsins hefur verið skelfilegt. Við höfum unnið fjóra leiki og tapað 18 að mig minnir. En ég leit á þetta ár sem tilraun fyrir mig sem leikmann og sé ekki eftir því að hafa valið Woon Aris. Ég var valinn í Stjörnuleik deildarinnar og mér fannst það góð viðurkenning fyrir mig og það var fínn "sýningargluggi" fyrir mig sem leikmann. En ég neita því ekki að ég hef metnað til þess að taka eitt skref uppá við sem leikmaður. Það eru því allar líkur á því að ég reyni að komast í lið í 2. deild á Spáni eða Ítalíu ef sá möguleiki er fyrir hendi. Annars get ég alltaf tekið tilboði Woon Aris, liðið fellur ekki úr deildinni þrátt fyrir slakan árangur. Hér í Hollandi verða liðin að uppfylla ákveðin skilyrði um fjárhag, umgjörð leikja og annað til þess að fá keppnisrétt og Woon Aris er í þeim flokki," sagði Hlynur.

Aðgangsupplýsingar

Notandi:Þú ert ekki innskráð(ur).
Greinin: Þessi grein er ókeypis þar sem hún er eldri en þriggja ára.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.