HAUKAR hófu vel úrslitarimmuna gegn Keflavík um Íslandsmeistaratitilinn í körfuknattleik kvenna, í Iceland Express deildinni. Haukar sigruðu í fyrsta leiknum á laugardaginn, mjög sannfærandi, 90:61.

HAUKAR hófu vel úrslitarimmuna gegn Keflavík um Íslandsmeistaratitilinn í körfuknattleik kvenna, í Iceland Express deildinni. Haukar sigruðu í fyrsta leiknum á laugardaginn, mjög sannfærandi, 90:61.

Næsti leikur fer fram á heimavelli Íslandsmeistaraliðs Keflavíkur á morgun, þriðjudag, og hefst hann kl. 20. Keflavík hefur leikið fimm leiki í deildarkeppninni gegn deildameistaraliði Hauka í vetur og hefur meistaraliði Keflavíkur enn ekki tekist að vinna leik gegn Haukum.

Það er óhætt að segja að Haukar hafi gert út um leikinn í fyrsta leikhluta á laugardaginn en staðan var 22:9 Haukum í vil og í hálfleik var munurinn 31 stig á liðunum, 49:18.

Bandaríski leikmaðurinn í liði Hauka, Megan Mahoney, var stigahæst í leiknum en hún skoraði 22 stig, tók 13 fráköst og gaf 7 stoðsendingar. Helena Sverrisdóttir úr Haukum var með 19 stig, 14 fráköst og 9 stoðsendingar. María B. Erlingsdóttir lét mest að sér kveða í Keflavíkurliðinu með 17 stig og 8 fráköst en La K. Barkus, bandaríski bakvörðurinn í þeirra röðum, skoraði 15 stig, tók 7 fráköst og tapaði boltanum 7 sinnum.

Haukar hafa aldrei fagnað sigri á Íslandsmótinu í kvennaflokki en Keflavík hefur sigrað undanfarin þrjú ár á Íslandsmótinu. Það lið sem fyrr vinnur þrjá leiki verður Íslandsmeistari.