LIÐ Skyttunnar frá Akureyri varð um helgina Íslandsmeistari í krullu karla en úrslitakeppni átta liða fór fram á Akureyri. Til úrslita léku tvö Akureyrarlið, Skytturnar og Mammútar.
LIÐ Skyttunnar frá Akureyri varð um helgina Íslandsmeistari í krullu karla en úrslitakeppni átta liða fór fram á Akureyri. Til úrslita léku tvö Akureyrarlið, Skytturnar og Mammútar. Skytturnar höfðu betur, 5:2, en lið þeirra skipa: Ágúst Hilmarsson, Hallgrímur Valsson, Jón S. Hansen, Sigurður Gunnarsson og Sigurgeir Haraldsson, sem varð Íslandsmeistari í fjórða sinn. Þetta er í fyrsta skipti sem lið utan Akureyrar taka þátt í Íslandsmótinu í krullu. Síðastliðið haust var stofnuð Krulludeild innan Þróttar. Krulla hefur hins vegar verið stunduð á Akureyri í rúmlega áratug.