VAXTAHÆKKUN Seðlabankans og hugsanlega einnig fremur jákvæð umfjöllun um hana á forsíðu fjármálablaðsins Financial Times , virðist hafa haft jákvæð áhrif á tryggingaálag á fimm ára skuldabréf íslensku viðskiptabankanna (CDS) á eftirmarkaði í Evrópu á...

VAXTAHÆKKUN Seðlabankans og hugsanlega einnig fremur jákvæð umfjöllun um hana á forsíðu fjármálablaðsins Financial Times , virðist hafa haft jákvæð áhrif á tryggingaálag á fimm ára skuldabréf íslensku viðskiptabankanna (CDS) á eftirmarkaði í Evrópu á föstudag. Breytingin varð þó ívið meiri á tryggingaálagi Glitnis en hinna bankanna.

Í lok föstudags var tryggingaálagið á fimm ára skuldabréf Glitnis 0,53% en það var 0,57% deginum áður. Álagið lækkaði úr 0,80% á skuldabréf Kaupþings banka í 0,79% en það var hins vegar óbreytt á skuldabréf Landsbankans, 0,75%.