ELDUR kom upp í Landrover-jeppa á Hellisheiði um klukkan 14 í gær. Að sögn lögreglunnar á Selfossi fundu ökumaður og farþegi jeppans mikla bensínlykt leggja frá bílnum. Bíllinn var því stöðvaður og skömmu síðar blossaði eldur upp úr vélarhúsinu.
ELDUR kom upp í Landrover-jeppa á Hellisheiði um klukkan 14 í gær. Að sögn lögreglunnar á Selfossi fundu ökumaður og farþegi jeppans mikla bensínlykt leggja frá bílnum. Bíllinn var því stöðvaður og skömmu síðar blossaði eldur upp úr vélarhúsinu. Ökumaðurinn og farþegi náðu að komast út úr bílnum, sem varð fljótt alelda, og hringja eftir aðstoð. Slökkvilið kom á vettvang og slökkti í jeppanum. Ekki liggur fyrir hver eldsupptök voru en bifreiðin er ónýt.