VALIN hafa verið fjölmörg svæði í grónum hverfum Reykjavíkur vegna áætlana borgaryfirvalda um skipulag lóða fyrir einbýli og sérbýli.

VALIN hafa verið fjölmörg svæði í grónum hverfum Reykjavíkur vegna áætlana borgaryfirvalda um skipulag lóða fyrir einbýli og sérbýli. Um er að ræða svæði í grónum hverfum fyrir fast að 300 lóðir sem verða þessu næst sendar í frekari skipulagsvinnu og samráð við íbúa, að sögn Dags B. Eggertssonar, formanns skipulagsráðs.

Eitt þessara svæða, sem má sjá á meðfylgjandi loftmynd, markast af Kirkjusandi og Borgartúni og er talið er að þar megi byggja allt að 70 sérbýli í raðhúsum. "Hugmyndin er sú að þegar þar að kemur renni hluti endurgjaldsins fyrir lóðirnar til uppbyggingar á útivistarsvæðum og grænum svæðum í hverfunum til þess að bæta og fegra umhverfið.

Mér sýnist í fljótu bragði að það ætti að vera svigrúm til þess að verja allt að milljarði í uppbyggingu á grænum svæðum í hverfunum, sem hluta af þessu verkefni," segir Dagur.