SÉRFRÆÐINGAR á Náttúrufræðistofnun Íslands telja erfitt að spá hverjar verði afleiðingar sinubrunans á Mýrum en reikna þó með talsverðum gróðurbreytingum og að ýmsar tegundir fugla muni eiga erfiðara með að finna sér hreiðurstæði í vor.

SÉRFRÆÐINGAR á Náttúrufræðistofnun Íslands telja erfitt að spá hverjar verði afleiðingar sinubrunans á Mýrum en reikna þó með talsverðum gróðurbreytingum og að ýmsar tegundir fugla muni eiga erfiðara með að finna sér hreiðurstæði í vor.

Á heimasíðu Náttúrufræðistofnunar segir að líklegt sé að smádýralíf skaðist, einkum þar sem hitinn hefur verið mestur og bruninn hefur eytt sverðinum. Náttúrufræðistofnun kortlagði gróður á Mýrum á árunum 1996-1997 og á gróðurkorti má sjá að landið sem hefur brunnið er eitt mesta samfellda votlendi í byggð á Íslandi. Þó um sé að ræða votlendi eru þúfurnar mjög þurrar og þar sem landið er lítið beitt er eldsmatur óvenju mikill.

Talið er að tjónið sem Mýraeldarnir hafa valdið spanni a.m.k. yfir u m 100 ferkílómetra svæði en umfangsmestu sinubrunar sem raktir eru í annálum urðu í Úlfhildarbrennu á 16. öld. Þá á brunnu a.m.k. 24 ferkílómetrar lands í Biskupstungum í Árnessýslu og má því ljóst vera að Mýraeldar eiga sér vart nokkra hliðstæðu.