SÆNSKI orgelleikarinn Lars Sjöstedt heldur orgeltónleika í Digraneskirkju í Kópavogi í kvöld kl. 20. Hann flytur orgelverk eftir þýsk og austurrísk tónskáld, m.a. eftir Georg Muffat, Johann Froberger, Johann Kaspar Kerll og Wolfgang Amadeus Mozart.

SÆNSKI orgelleikarinn Lars Sjöstedt heldur orgeltónleika í Digraneskirkju í Kópavogi í kvöld kl. 20. Hann flytur orgelverk eftir þýsk og austurrísk tónskáld, m.a. eftir Georg Muffat, Johann Froberger, Johann Kaspar Kerll og Wolfgang Amadeus Mozart.

Lars Sjöstedt nam kirkjutónlist og síðar orgeleinleik við tónlistarháskólann í Piteå í Svíþjóð. Einnig stundaði hann sérnám hjá Harald Vogel í Bremen í Þýskalandi. Lars starfar sem organisti á barokkhljóðfærið í Norrfjärden í Norður-Svíþjóð ásamt því að kenna semballeik við Tónlistarháskólann í Piteå.