Emmanuel Adebayor kom Arsenal á bragðið á Highbury er hann skoraði fyrsta markið gegn Aston Villa með skalla.
Emmanuel Adebayor kom Arsenal á bragðið á Highbury er hann skoraði fyrsta markið gegn Aston Villa með skalla. — Reuters
ARSENE Wenger knattspyrnustjóra Arsenal skorti lýsingarorð til að lýsa snilli Thierry Henry eftir 5:0 sigur Arsenal á Aston Villa.

ARSENE Wenger knattspyrnustjóra Arsenal skorti lýsingarorð til að lýsa snilli Thierry Henry eftir 5:0 sigur Arsenal á Aston Villa. Henry sýndi mögnuð tilþrif - skoraði tvö glæsimörk og var aðalmaðurinn í frábæru liði Arsenal sem er heldur betur í stuði þessa dagana. Wenger gat vart óskað sér betra veganestis fyrir leikinn gegn Juventus en Arsenal sækir Ítalíumeistarana heim til Tórínó í Meistaradeildinni á miðvikudag.

,,Ef þú bæðir mig að kaupa betri leikmann en Henry þá yrði ég í verulegum vandæðum. Hvers vegna? Jú hann er sá besti. Við vitum ekki enn hvort hann verður áfram hjá okkur en ég ætla rétt að vona það. Frammistaða liðsins var frábær. Við skoruðum snemma leiks tvö mörk og eftir það var aðeins spurning hversu stór sigurinn yrði," sagði Wenger.

Arsenal er nú aðeins tveimur stigum á eftir Tottenham í fimmta sæti deildarinnar og á auk þess leik til góða.

Það skyggði þó á gleði Wengers að Spánverjinn snjalli Febregas og Emmanuel Eboue þurftu báðir að fara útaf vegna meiðsla og óvissa ríkir um þátttöku þeirra gegn Juventus.

,,Ég met möguleika 40 á móti 60 að þeir geti spilað," sagði Wenger.