Nemendur undir átján ára aldri í sænskum skólum verða að sætta sig við að foreldrarnir frétti af því um leið ef viðkomandi skrópar í skólanum. Ákvörðun stjórnvalda er liður í að skapa rólegra skólaumhverfi, að því er fram kemur í Svenska Dagbladet.

Nemendur undir átján ára aldri í sænskum skólum verða að sætta sig við að foreldrarnir frétti af því um leið ef viðkomandi skrópar í skólanum. Ákvörðun stjórnvalda er liður í að skapa rólegra skólaumhverfi, að því er fram kemur í Svenska Dagbladet. Markmiðið er einnig að koma í veg fyrir að foreldrar fái allt of seint tilkynningu um langvarandi fjarvistir nemanda. Tillögur stjórnvalda ganga einnig út á að skólar setji sér reglur en um það sé samráð á milli kennara, nemenda og foreldra. Þeim nemendum sem flosna upp úr námi strax í grunnskóla hefur fjölgað um helming á einum áratug í Svíþjóð.

Nú er um að ræða 1.500 nemendur á ári sem ekki ljúka grunnskólanum.