ENSKI kylfingurinn Paul Broadhurst varði titilinn á Opna portúgalska meistaramótinu á Algarve í golfi en hann lék hringina fjóra á 17 höggum undir pari vallar og var einu höggi betri en Anthony Wall.
ENSKI kylfingurinn Paul Broadhurst varði titilinn á Opna portúgalska meistaramótinu á Algarve í golfi en hann lék hringina fjóra á 17 höggum undir pari vallar og var einu höggi betri en Anthony Wall. Mótið er hluti af Evrópumótaröðinni en Argentínumaðurinn Anders Romero varð þriðji á 15 höggum undir pari. Broadhurst lék lokahringinn á 5 höggum undir pari, 67 höggum, en hann jafnaði vallarmetið á fyrsta keppnisdeginum er hann lék á 64 höggum. Broadhurst þurfti að leika síðustu holuna á mótinu á fugli til þess að tryggja sér sigur. Það var mikil spenna í síðasta ráshópnum á lokaspretti mótsins þar sem Broadhurst fór illa að ráði sínu á 17. braut er hann fékk skolla. Annað höggið hjá Broadhurst á 18. braut endaði í karga við hliðina á flötinni en hann vippaði boltanum alveg upp við holuna úr erfiðu færi og tryggði sér sigur með fugli. Þetta er í sjötta sinn sem hinn fertugi Broadhurst sigrar á Evrópumótaröðinni en hann hafði ekki sigrað í fimm ár þegar hann fagnaði sigri á þessu móti í fyrra.